
Friðhelgisstefna
Þessum vef er haldið úti af Stebbajak.com
Upplýsingar um persónuleg gögn sem við söfnum og hvernig við söfnum þeim
Samskiptaform
Síða þessi notar samskiptaform hér á þessum vef, m.a. til að auðvelda utanaðkomandi að senda skilaboð og skrá sig á síðuna. Þessar upplýsingar eru ekki geymdar í vefumsjónarkerfi, heldur eru sendar beint með tölvupósti.
Tölvupósturinn er sendur í pósthólf sem hýst er af google.
Vefkökur
Ef boðið er uppá innskráningu er vefkaka vistuð tímabundið. Þessi vefkaka inniheldur engar persónulega rekjanlegar upplýsingar og er eytt um leið og þú hefur lokað vafranum þínum.
Þessi vefur notar Google Analytics og reCAPTCHA, sem vista einnig og lesa vefkökur, en greina ekki þínar persónuupplýsingar.
Innfellt efni af öðrum vefjum
Efni á þessum vef gæti innfellt efni á borð við myndskeið, myndir, greinar o.fl. Slíkt efni hegðar sér nákvæmlega eins og ef sá sem opnar það hafi heimsótt þann vef sem hýsir efnið.
Þessir vefir gætu safnað gögnum um þig, notað kökur, nýtt greiningartækni frá þriðja aðila og fylgst með því sem þú gerir við innfellda efnið ef þú hefur skráðan aðgang og hefur skráð þig inn á þann vef.
Greiningartækni
Þessi vefur notar greiningartækni Google Analytics, sem skráir m.a. upplýsingar um tæki og vafra notanda, IP–tölu, tímasetningar o.fl.
Deiling á gögnum með þriðja aðila
Þessi vefur deilir að jafnaði ekki persónugreinanlegum gögnum með þriðja aðila nema það sé skýrt tekið fram í þessari friðhelgisstefnu.
Hvert við sendum gögn
Persónuleg gögn sem safnað er með samskiptaformum eru send beint með tölvupósti í gegn um póstþjóna WPEngine og Microsoft.
Að hafa samband
Hægt er að senda erindi með því að nota samskiptaform síðunnar.
.
Skilmálar miðakaupa
Með því að kaupa miða hjá okkur þá samþykkir þú einnig skilmála okkar
-
Réttar upplýsingar
-
Vinsamlega athugaðu miðana þína, hvort réttar upplýsingar komi þar fram. Ekki er alltaf hægt að laga mistök við miðakaup eftirá.
-
Skilaréttur
Eftir að þú hefur keypt miða hjá stebbijak.com, í gegnum netið, hefur þú 14 daga frá miðakaupum til þess að falla frá kaupunum og óska eftir endurgreiðslu á miðanum hjá stebbijak.com .is, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Ef viðburður sá sem keyptur er miði á er haldinn innan 14 daga frá miðakaupum átt þú hins vegar í engum tilvikum rétt á endurgreiðslu eða rétt til þess að skipta miðanum fyrir annan viðburð, sbr. 10. gr. áðurnefndra laga, nema í þeim tilvikum er viðburður fellur niður.
-
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
-
Afhending miða
Allar miðar eru afgreiddir í gegnum tölvupóst. Viðskiptavinur mun fá staðfestingu í tölvupósti um að miðakaup hafi farið fram. Sýna þarf miða útprentaðan eða í síma við hurð.
-
Afhending vöru ( á ekki við um miðakaup)
Allar vörur sem seldar eru í gegnum heimasíðuna eru send heim til viðskiptavinar að kostnaðarlausu, Stebbijak.com notast við þjónustu Íslandspóst og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspóst um afhendinguvöru.
-
Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.
-
Falli viðburður niður
Ef dagsetning á viðburð fellur niður er eigendum miðanna boðin sömu sæti á aðra dagsetningu (ef aðrar dagsetningar eru í boði). Ef eigendur miðanna komast ekki á breytta dagsetningu er þeim boðin endurgreiðsla miða. Beiðnir um endurgreiðslu skulu berast stebbijak.com eigi síðar en 28 dögum eftir dagsetningu viðburðar sem féll niður.
-
Takmarkaður fjöldi miða á ákveðna viðburði
Á sérstaka viðburði geta kaupendur keypt takmarkaðan miðafjölda. stebbijak.com áskilur sér þann rétt að ógilda miða keypta umfram þann fjölda.
-
Ábyrgð á eigum
Stebbi Jak tekur enga ábyrgð á einkamunum eiganda miða á meðan viðburði stendur.
Geymdu miðann/miðana þína á öruggum stað, eins og þú myndir geyma fjármuni eða aðra miða. stebbijak.com tekur ekki ábyrgð á óþægindum sem gætu hlotist vegna falsaðra eða afritaðra miða.
Ef upp kemst um afritaða eða falsaða miða gæti ábyrgðarmaður viðburðar neitað öllum handhöfum miða inngangi á viðburð og krafist borgunar fyrir alla afritaða eða falsaða miða frá upprunalegum kaupanda. Dagsetning og tímasetning viðburða gæti breyst án fyrirvara.